Spurt og svarað

12. febrúar 2007

Ilmefnalausir blautklútar

Langaði svo bara til að forvitnast. Í einni búðaferðinni rakst ég ilmefnalausa blautklúta (frá Huggies) Ég hef notað þá einstaka sinnum á dömuna mína sem er fædd í Október sl. og henni hefur ekki orðið meint af.  Er eitthvað sem mælir á móti því að ég noti þá alltaf til að þrífa dömuna?  Er eitthvað sem ber að varast auk ilmefnanna?Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
12.02.2007.

Ilmefnin eru það sem börn virðast helst fá ofnæmi fyrir eða útbrot af en þar fyrir utan eru ýmis efni í þessum klútum.  Það er ekkert sem mælir á móti notkun svona blautklúta svo fremi sem barnið fær ekki útbrot af þeim.  Húð barna er líka mismunandi viðkvæm þannig að sum börn þola þetta vel en önnur síður.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.