Ilmefnalausir blautklútar

12.02.2007

Langaði svo bara til að forvitnast. Í einni búðaferðinni rakst ég ilmefnalausa blautklúta (frá Huggies) Ég hef notað þá einstaka sinnum á dömuna mína sem er fædd í Október sl. og henni hefur ekki orðið meint af.  Er eitthvað sem mælir á móti því að ég noti þá alltaf til að þrífa dömuna?  Er eitthvað sem ber að varast auk ilmefnanna?Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
12.02.2007.

Ilmefnin eru það sem börn virðast helst fá ofnæmi fyrir eða útbrot af en þar fyrir utan eru ýmis efni í þessum klútum.  Það er ekkert sem mælir á móti notkun svona blautklúta svo fremi sem barnið fær ekki útbrot af þeim.  Húð barna er líka mismunandi viðkvæm þannig að sum börn þola þetta vel en önnur síður.