Spurt og svarað

05. febrúar 2006

Infant Care vítamíndropar

Góðan dag ég rakst á auglýsingu um þessa dropa og var að velta því fyrir mér hvort að þeir væru ekki betri en ADC droparnir sem að ég er frekar mikið á móti. og hvenær ætti að þá að byrja að gefa barninu þá?

Infant Care, Vítamíndropar fyrir ungabörn

Tæknilegar upplýsingar
1) Veitir barninu 100% ráðlagðan dagskammt af 10 helstu vítamínunum.
2) Eykur augn- og heilaþroska ungabarna með 20 mg að DHA.
3) Er með latexfrían dropateljara fyrir þau börn sem eru með viðkvæma húð.
4) Inniheldur enga þekkta ofnæmisvalda eins og jarðhnetuolíu, ger, soya, gervilitar- eða bragðefni.
5) Vítamínin eru því formi (Micellized) svo þau nýtist og þolist sem best.

Hver ml af Infant Care inniheldur:A vítamín 1500 IU 100% RDA, D vítamín 400 IU 100% RDA, E vítamín 5 IU 100% RDA, C vítamín 35 mg 100% RDA, B1 vítamín 0.5 mg 100% RDA, B2 vítamín 0.6 mg 100% RDA, Níacinamide 8 mg 100% RDA, Pantothenicsýra 3 mg 100% RDA, B6 vítamín 0.4 mg 100% RDA, B12 vítamín 2 mcg 100% RDA, DHA 20mg * (dagskammtur ekki ákv.)

..........................................

Sæl og blessuð!

Ekki hef ég nú sjálf séð þessa dropa, en af lýsingunni þinni að dæma þá eru þessir dopar óþarfir brjóstabörnum. Börn sem eru eingöngu á brjósti fá öll þau vítamín og næringarefni sem þau þurfa í gegnum móðurmjólkina, nema það er ráðlagt að gefa þeim auka A og D frá um 4 vikna aldri. Móðurmjólkin inniheldur ekki jafn mikið af A og D vítamínum og börnin þurfa en þau eru þeim nauðsynleg fyrir beinaþroska, ónæmiskerfið og fleira. Hugsanlegt er að þessir dropar séu ætlaðir pelabörnum.
Þegar barnið fer að borða fasta fæðu þá á það að geta fengið sinn ráðlagða dagskammt af vítamínum ef það borðar fjölbreytt og hollt fæði, en halda þarf áfram að gefa dropana og fara svo yfir í lýsi þegar þar að kemur.
Öll vítamín er best að fá úr fæðu og sum vítamín geta hreinlega verið óholl í of miklu mæli, þú skalt því ráðfæra þig við barnalækninn í ungbarnaeftirlitinu um það hvort þitt barn hafi þörf fyrir þetta áður en þú ferð að nota þessa dropa.

Bestu kveðjur og gangi þér vel

Halla Björg Lárusdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4.febrúar 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.