Spurt og svarað

20. desember 2005

Keisaraskurður, barnið í hitakassa

Ég á eina dóttur, sem fæddist með keisaraskurði í Sviss fyrir 3 1/2 ári síðan.                                Nú á ég von á mínu öðru barni í apríl og vonandi mun ég geta átt það barn með eðlilegum hætti.  Hef samt sem áður góða reynslu af keisaranum og ég var mjög fljót að jafna mig.  Í Sviss fékk ég að sjá dóttur mína í stutta stund áður en farið var með hana til að baða hana og síðan var ég saumuð/heftuð saman.  Mér var síðan rennt upp á mína stofu og um leið og ég kom þangað fékk ég dóttur mína í fangið í fyrsta sinn (leið ekki meira en klukkutími frá því að hún kom í heiminn). 

Ég hef heyrt að börn sem fæðast með keisara hér á landi fari alltaf í hitakassa í tvo tíma áður en móðirin fær þau í fangið.  Er þetta rétt og ef svo er hver er ástæðan, fyrst að þetta var t.a.m. ekki reglan í Sviss ?
Kveðja

..................................................................................................

Sæl og blessuð og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Vonandi gengur fæðingin bara vel svo þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur varðandi þetta.
Sem betur fer hefur orðið breyting á þessu hjá okkur.  Börnin eru látin fara til móður sinnar sem fyrst eftir fæðinguna, svo fremi sem allt er í lagi.  Við erum ekki með hitakassa hér uppi á fæðingardeild nema ef einhver sérstök ástæða krefst þess að barnið fari í hitakassa. 
Aðstaðan hefur breyst mikið hér hjá okkur og nú getur meira að segja pabbinn verið hjá
móður og barni eftir að aðgerð lokinni.

Ég held að helstu ástæður þess að börn voru sett í hitakassa hafi verið gamlar hefðir.  Það er jú auðveldara að hafa auga með barninu, telja öndun og púls og þess háttar ef barnið er nakið í hitakassa.

En ég vona bara að fæðingin gangi vel hjá þér og þetta verði ekkert vandamál!

Jólakveðjur
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
20. desember 2005

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.