Klamydíusýking hjá barni eftir fæðingu

03.10.2006
Er möguleiki að barn geti smitast af klamydíu í fæðingu en verið algjörlega einkennalaus?  Er ástæða til að láta skoða barn sem er hraust, orðið 1 árs ef mamman hefur nýlega fengið vitneskju um að hún hafi líklega verið smituð þegar fæðingin átti sér stað.  Ef svo er, hvert ætti mamman að fara með barnið?
takk fyrir svarið.
kv mamman

 
Helsta áhættan fyrir barnið er augnsýking og lungnabólga eftir fæðingu þar sem mamman er sýkt af Klamydíu.  Þetta kemur venjulega fram á fyrstu þremur mánuðunum þannig að eins árs barn ætti að vera sloppið.
Gangi ykkur vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
03.10.2006.