Eggjarauður í tilbúnum sósum

13.10.2006

Hæ, hæ!

Var að lesa frá einni sem hafði skrifað um eggjarauður í kremum á kökum og sósum og svona. Hvað með hamborgarasósu, pítusósu, kokteilsósu og svona sósur sem hægt er að kaupa tilbúnar út í búð. Það eru eggjarauður í þeim. Eru þetta þessar gerilsneyddar eggjarauður eða bara venjulegar sem eru í þessu? Er manni óhætt að borða þetta?

Takk fyrir frábæran vef!kveðja 22 vikna bumba.


Sæl og takk fyrir senda okkur fyrirspurn!

Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá nota a.m.k. sósuframleiðendurnir Gunnars og E.Finnsson gerilsneyddar eggjarauður. Ef þú ert í vafa með ákveðna sósu þá er best að hafa samband við innflytjanda eða framleiðanda til að vera viss. 

Yfirfarið 28.10.2015