Kranavatn í þurrmjólkina

12.12.2012
Hæ hæ
Strákurinn minn er 3 og hálfs mánaða og hefur frá eins mánaða aldri verið eingöngu á þurrmjólk - mig langar að vita hvenær við megum hita kalt kranavatn i örbylgjuofni i staðin fyrir að hita kælt soðið vatn fyrir pelann.
Bkv. Ásta
Sæl Ásta
Það ætti að vera óhætt að hætta að sjóða vatnið þegar hann er um 6 mánaða. Það er einmitt aldurinn þegar mælt er með að bæta annarri fæðu við  móðurmjólk og þurrmjólk. Vatnið hér á Íslandi er svo hreint að það má gefa börnum eldri en 6 mánaða það beint af krana til drykkjar og því ætti að vera nóg að hita það til að blanda mjólkina.Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. Desember 2012