Spurt og svarað

26. ágúst 2012

Kynfæravörtur og bað

Góðan dag & takk kærlega fyrir frábærann vef!
Mörg svör komu að gagni á meðgöngunni. Þannig er mál með vexti að fyrir um það bil 2 og hálfu ári síðan greindist ég með kynfæravörtur. Það kom lítið fyrst en svo var þetta orðið svolítið svæsið utan á og inní leggöngunum líka svo ég fór í brennslu. Svona aðgerð sem brennir vörturnar burt. Lengi eftir á var ég alveg clean & engar vörtur komu aftur, svo hafa verið að koma svona ein og ein með nokkra mánaða millibili aftur. Ég læt þá bara fjarlægja þær jafnóðum. En svo varð ég ólétt og það komu svona 3 vörtur eða svo á meðgöngunni og lét ég bara taka þær. Svo eftir meðgöngu komu 2 vörtur og ég lét taka þær og barnið mitt er núna orðið nokkra mánaða gamalt, sorry langlokuna en það sem ég er að velta fyrir mér er, má ég fara með barnið í bað? Það eru engar vörtur á mér núna eða neitt, er einhver hætta á að þetta smitist út í vatnið eða eitthvað? Ætti ég kannski að vera í bikiní buxum til að vera alveg örugg?Sæl!
Vörtuveiran, HPV smitast fyrst og fremst með snertingu og hægt er að smitast þó svo engin útbrot séu til staðar þ.e. með útferð frá leggöngum og frá húðinni við kynfæri. Fræðileg séð er mögulegt að veiran fari út í vatnið og berist til barnsins og barnið smitist um munn eða kynfæri. Við leit í gagnasöfnum fann ég fræðilegar heimildir sem styðja mögulegt smit með baðvatni og notuðum handklæðum. Bikiní buxur eru ekki næg vörn til að hindra að veiran berist í baðvatnið.
Miðað við aðstæður myndi ég telja öruggara fyrir barnið að sleppa því að fara í bað með því. Einnig er ástæða til að huga að persónulegu hreinlæti og þvo hendur eftir snertingu við kynfæri.
Gangi þér vel.


Með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.