Læknisskoðun barns eftir heimafæðingu

04.02.2008

Sælar

Hvernig er læknisskoðun barns eftir fæðingu háttað þegar barn fæðist í heimahúsi?


Sæl

Eftir heimafæðingu þá skoðar ljósmóðirin barnið fljótlega eftir fæðingu. Síðan hafa heimafæðingarbörn sem fædd eru á höfuðborgarsvæðinu farið í barnalæknisskoðun á Landspítalanum um 5 dögum eftir fæðingu.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja,

Kristbjörg Magnúsdóttir,
ljósmóðir,
2. febrúar, 2008.