Langar í útilegu

24.07.2012
Hvenær má fara með börn í útilegu í tjald? Er með eina 3 vikna skvísu.Sæl!
Það er erfitt að segja til um hvenær sé óhætt að fara með ungbörn í útilegu og erfitt að gefa eitt ráð, það er í raun ykkar að meta hvenær það er. Það sem þið þurfið að hafa í huga er að það er mikill munur á að sofa úti á daginn og á nóttunni og að auki erfitt að treysta veðráttunni á landinu okkar fagra. En aðal atriðið er einmitt að henni verði ekki kalt! Að auki er ekki mælt með að vera með börn undir 3 mánaða í margmenni.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. júlí 2012