Spurt og svarað

10. ágúst 2007

Mega ungbörn vera í miðjusæti aftur í bíl?

Langar til að bera upp spurningu um öryggi ungbarna í bíl. Alls staðar þar sem ég skoða greinar eða myndir er jú talað um að ungbörn eigi að vera í þar til gerðum stólum, vísa í akstursstefnu og ekki vera þar sem er loftpúði og helst í aftursæti bifreiðar og alltaf eru þau staðsett vinstra eða hægra megin. En hvað með miðjusætið aftur í? Mega þau ekki vera þar eða hvað er málið?


Sæl og blessuð!

Það er alveg öruggt að setja ungbarn í bílstól í miðjusæti aftur í ef þar er þriggja punkta belti og stóllinn situr vel í sætinu. Sum sæti eru svolítið kúft í miðjunni og þá getur verið að stóllinn sitji ekki vel þar, þ.e. sé valtur. Tveggja punkta belti halda yfirleitt ekki stólunum eins vel og marga stóla er eingöngu hægt að festa með þriggja punkta belti  E.t.v. er ástæðan fyrir því að oftast er talað um hægri og vinstri sæti er að í gömlum bílum er oft ekki þriggja punkta belti í miðjunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. ágúst 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.