Spurt og svarað

26. febrúar 2009

Mengun

Sælar kæru ljósmæður.

Mér liggur eftirfarandi á hjarta. Undanfarið hafa verið tíðar fréttir af mengun í borginni m.a. vegna svifryks og stillu. Börnum í einhverjum leikskólum í vesturhluta borgarinnar var meinað að
leika sér úti um tíma vegna þessa. Vitið þið til þess að rannsóknir hafi verið gerðar á mengun utandyra í öllum hlutum borgarinnar? Ég velti fyrir mér hvort óhætt og æskilegt sé að börn sofi úti í vögnum ef mengun af þessu tagi er mikil? Gæti það kannski ógnað lífi þeirra og heilsu að anda að sér svifryki í 2-3ja tíma legu í vagninum sínum? Ég held að þetta sé mikið alvörumál sem þarf að kanna vel og uppfræða foreldra um. Getið þið skoðað þetta, eða bent á réttu aðilana til þess.

Kveðja og þakkir, móðir og amma í Reykjavík.

 


Sæl og þakka þér fyrir fróðlegt erindi!

Mikið hefur verið skrifað um svifryksmengun á síðustu misserum. Eftir því sem ég kemst næst hefur þó ekki verið gerð rannsókn á öllum hlutum borgarinnar en þó einhverjum. Þegar mengunin er mest fer svifryk langt yfir þau mörk að teljast vera óskaðleg og eins og þú bendir á er þetta mikið alvörumál varðandi heilsufar ungra barna.

Ég bendi þér á að leita til Umhverfisráðuneytisins eða Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar varðandi fyrirspurn þína um tíðni mengunar.

Með kveðju,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. febrúar 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.