Spurt og svarað

13. ágúst 2006

Miniform dropar

Hvernig er það með minifom dropana ég á einn 6 vikna gutta sem er örugglega kominn með kveisu. Má maður gefa dropana við hverja gjöf?  Ég gef honum nefnilega oft annað brjóstið læt hann ropa skipti á honum pg gef honum svo aftur.  Má ég þá gefa honum aftur dropana strax?  Þurfa ekki að líða eithverjir klukkutímar á milli?
Með fyrirfram þökk

ein ringluð


Samkvæmt upplýsingum á Doktor.is verkar Minifom staðbundið í meltingarveginum og berst ekki út í blóðið. "Full verkun af lyfinu fæst ekki fyrr en eftir nokkurra daga notkun".  Þar stendur líka "Við ungbarnakveisu og vindspenningi hjá börnum er hæfilegt að gefa 10 dropa með hverri máltíð, annað hvort með skeið eða blandað saman við vökva í pela".

Ég myndi telja að þetta sem þú lýsir sé ein máltíð það er að segja að gefa annað brjóstið, ropa og fá bleiu og fá svo hitt brjóstið.

Vona að þetta hjálpi.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
13.08.2006. 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.