Miniform dropar

13.08.2006

Hvernig er það með minifom dropana ég á einn 6 vikna gutta sem er örugglega kominn með kveisu. Má maður gefa dropana við hverja gjöf?  Ég gef honum nefnilega oft annað brjóstið læt hann ropa skipti á honum pg gef honum svo aftur.  Má ég þá gefa honum aftur dropana strax?  Þurfa ekki að líða eithverjir klukkutímar á milli?
Með fyrirfram þökk

ein ringluð


Samkvæmt upplýsingum á Doktor.is verkar Minifom staðbundið í meltingarveginum og berst ekki út í blóðið. "Full verkun af lyfinu fæst ekki fyrr en eftir nokkurra daga notkun".  Þar stendur líka "Við ungbarnakveisu og vindspenningi hjá börnum er hæfilegt að gefa 10 dropa með hverri máltíð, annað hvort með skeið eða blandað saman við vökva í pela".

Ég myndi telja að þetta sem þú lýsir sé ein máltíð það er að segja að gefa annað brjóstið, ropa og fá bleiu og fá svo hitt brjóstið.

Vona að þetta hjálpi.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
13.08.2006.