Moro viðbragð

14.06.2007

Mig langaði að vita hvað moro viðbragðið á að vera lengi hjá börnum? Ef það er enn til staðar þegar það á að vera hætt hvað getur þá verið að?

Kveðja, gurl.


Sæl gurl og takk fyrir að leita til okkar.

Moro viðbragð hjá börnum er yfirleitt til u.þ.b. 3ja mánaða aldurs. Ef það hins vegar eldist ekki af börnum um þennan aldur getur það verið vísbending um einhvers konar taugagalla eða seinan þroska á taugakerfinu. Í slíku tilfelli þarf taugasérfræðingur að meta barnið. Það þarf þó alltaf að meta hvert barn heildrænt þegar upp koma spurningar um eitthvað sem þykir óeðlilegt.

Vona að þetta svari spurningu þinni.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júní 2007.