Naflabindi

10.12.2006

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Ég er ófrísk af fyrsta barni og í óða önn að gera klárt fyrir komu barnsins.
Mamma var að tala um eitthvað sem hún notaði á sín börn og kallast naflabindi. Því var vafið um nýfædd börn (yfir naflann) meðan naflastrengurinn var ekki dottinn af. Ég held að tilgangurinn hafi verið að ýta naflanum inn (svo hann yrði fallegri) og halda honum þurrum og hreinum eða eitthvað svoleiðis. Nú er þetta fyrirbæri sem ég hef ekki heyrt fyrr um né tókst mér að útvega upplýsingar á Netinu. Því langar mig að spyrja hvort þetta sé ekki notað lengur og ef svo er hvers vegna ekki?

Kærar þakkir fyrir svörin.


Sælar!

Naflabindi eru ekki notuð lengur, þau voru notuð síðast man ég í kringum 1972. Það er ekki talin þörf á að nota þau þess vegna er það ekki gert.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. desember 2006.