Naflaslit

27.06.2012
Sæl!
Mín spurning er: af hverju ungabörn fá slit í nafla og kemur naflinn til með að standa út? Er þetta vegna þess að barnið hefur grátið/orgað mikið (hún er með miklar innantökur/ungbarnakveisu)? Kemur þetta til með að ganga til baka?
Með bestu kveðju

Sæl!
Naflaslit getur þróast eftir fæðingu vegna álags á kviðvegginn, veikleika í kviðvöðvum, eða ættarsögu. Naflaslitið verður vegna þess að af vöðvalögin í kringum naflann ná ekki að gróa saman eftir að barnið fæðist og hættir að nota naflastrenginn. 
Mér þykir ólíklegt að slitið hafi komið vegna þess að barnið gráti mikið. Naflaslit eru oftast saklaus og valda ekki vandræðum en stundum er slitið stórt og getur valdið verkjum og naflinn staðið mikið út, ég ráðlegg þér að láta lækni kíkja á þetta því stundum er betra að laga naflaslit með smá aðgerð og mögulegt að stúlkan þín finni til í þessu.
Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. júní 2012