Nan og hipp

10.04.2015

Halló, ég var að velta því fyrir mér hvernig á að skipta út frá nan mjólk i fernu yfir i hipp þurrmjólkur duft? Þarf ég að trappa mig niður smátt og smátt ? Er nan mjólk i fernu óhollari en nan duft ? Kveðja, Ragga.


Heil og sæl Ragga, báðar þessar tegundir eru viðurkenndar. Þú getur byrjað á því að gefa barninu einn skammt og ef það gengur vel heldur þú áfram með nýju mjólkina. Það þarf ekki að trappa neitt niður. Gangi þér vel.  
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
10. apríl 2015