Spurt og svarað

06. október 2008

Njálgur og nýburi

Góðan dag og takk fyrir alveg frábæran vef.


Mig langaði til að athuga
hvernig það er ef að nýburar smitast af njálg? Málið er að eldri sonur minn sem er 8 ára var að greinast með njálg og ég er með einn glænýjan einstakling á heimilinu sem er bara 5 daga gamall. Hér var allt þrifið áður en að ég kom heim af fæðingardeildinni og eldri strákurinn var hjá pabba sínum í 4 daga áður en að hann kom heim, og komst að því þar að hann væri með njálginn. Hann tók lyfið vanquin kvöldið áður en að hann kom til mín... við erum öll frekar áhyggjufull ef að litla barnið hafi smitast. Er það hættulegt?


Með fyrirfram þökk, ein áhyggjufull :/


Komdu sæl

Ég tel mjög litlar líkur á að sá litli hafi smitast en þó það gerist er það venjulega ekki hættulegt.  Nauðsynlegt er að halda áfram að þrífa allt vel og þvo þeim eldri á hverjum degi og huga sérstaklega að handþvotti hjá honum.  Á vefnum www.doktor.is eru ýtarlegar leiðbeiningar um hvað á að þrífa, hvernig og hve oft og ég ráðlegg þér eindregið að lesa það.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. október 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.