Spurt og svarað

18. júní 2008

Notaðar dýnur og vöggudauði

Sælar.

Við vorum að fá lánaða vöggu, sem við ætlum að láta krílið sem við eigum von á sofa í fyrstu vikurnar, þar til að við flytjum í stærra húsnæði. Nú var ég hisvegar að fá að heyra að ég yrði að kaupa nýja dýnu í vögguna vegna hættu á vöggudauða. Er eitthvað til í því að notaðar dýnur auki líkurnar á vöggudauða? Ef svo er, hver er ástæðan og gildir þetta þá ekki líka um t.d. barnavagna?

 


Komdu sæl

Ef dýnan er sérlega mikið notuð orðin mjög mjúk eða komin dæld í hana er æskilegt að kaupa nýja dýnu þar sem dældin og mýktin getur valdið því að barn sem lagt er á hliðina t.d. getur snúist á magann.  Eða að barnið nái ekki að snúa sér eða koma andlitinu uppúr dældinni o.s.frv.  Best er að skoða dýnuna vel og meta ástandið á henni og taka ákvörðun út frá því.

Gangi ykkur vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.