Notaðar dýnur og vöggudauði

18.06.2008

Sælar.

Við vorum að fá lánaða vöggu, sem við ætlum að láta krílið sem við eigum von á sofa í fyrstu vikurnar, þar til að við flytjum í stærra húsnæði. Nú var ég hisvegar að fá að heyra að ég yrði að kaupa nýja dýnu í vögguna vegna hættu á vöggudauða. Er eitthvað til í því að notaðar dýnur auki líkurnar á vöggudauða? Ef svo er, hver er ástæðan og gildir þetta þá ekki líka um t.d. barnavagna?

 


Komdu sæl

Ef dýnan er sérlega mikið notuð orðin mjög mjúk eða komin dæld í hana er æskilegt að kaupa nýja dýnu þar sem dældin og mýktin getur valdið því að barn sem lagt er á hliðina t.d. getur snúist á magann.  Eða að barnið nái ekki að snúa sér eða koma andlitinu uppúr dældinni o.s.frv.  Best er að skoða dýnuna vel og meta ástandið á henni og taka ákvörðun út frá því.

Gangi ykkur vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. júní 2008.