Ofnæmi?

29.07.2008

Sælar ljósur og takka fyrir góðan vef.

Dóttir mín sem er mánaðargömul er síhnerrandi og það lekur úr augunum hennar.

Var að velta fyrir mér hvort þetta gæti tengst dýraofnæmi, bæði hundur og köttur á heimilinu. Systir hennar er með mikið ofnæmi fyrir frjókronum og dýrym (sem er meðhöndlað með lyfjum).

Sá í einni fyrirspurn að kona spyr um þriggja mánaða gamalt barn og þar er sagt að það sé heldur ungt. Er ónmæiskerfið enn í mótun eða getur þetta verið ofnæmi svona snemma? Hnerrinn og tárin gætu orsakast af einhverskonar hreinsun?

Kveðja.


 Komdu sæl

Vissulega er hún ung og ónæmiskerfið ekki orðið fullþroskað en þar sem mikið ofnæmi er í fjölskyldunni finnst mér ástæða til að tala um þetta við lækni.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. júlí 2008.