Oförvun

21.09.2009

Mig langar til að spyrja hvort hætta sé á að oförva ung börn með t.d. miklu munstri í sængurfatnaði og fóðri innan í rúmum eða vöggum? Er kannski betra að hafa hvítt, eða hlutlaust umhverfi til að sofa í fyrir nýburann og stýra þá örvun þegar það á við með leikföngum og þessháttar. Vitið þið til að þetta hafi verið rannsakað eitthvað?

Kveðja og kærar þakkir:)

 


 

Komdu sæl. 

Já ungabörn geta örvast of mikið ef mikið er í kringum þau af dóti, litum og mynstrum.  Þau verða þá þreytt og pirruð, gráta og geta jafnvel ekki sofnað.  Það er allt í lagi að hafa eitthvað smá í vöggunni en ekki of mikið.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
21. september 2009.