Omega fitusýrur og D-vítamín

09.03.2009

Sælar

Nú er ég með einn 10 vikna sem er eingöngu á þurrmjólk, nan1, og síðast þegar ég keypti hana tók ég eftir að það er farið að bæta í hana omega 3 og 6 fitusýrum. Þá spyr ég er óþarfi að gefa þeim D-dropana með eða er þetta algjörlega ótengt?

Með fyrirfram þökk, Anna


Komdu sæl Anna

Þú þarft að halda áfram að gefa D-vítamínið þar sem það er ekki í omega fitusýrunum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
9. mars 2009.