Spurt og svarað

01. desember 2008

Óvær og oft illt í maganum

Sæl!

Ég á 7 vikna gamlan dreng sem er yndislegur í alla staði. En okkur finnst hann oft óvær og ergilegur, hann er ekkert alltaf hágrátandi en oft svona kvartandi og óvær. Kvöldin eru verst en þá grætur hann frekar mikið og er óvær og oft fram eftir kvöldi og fram á nótt þá rembist hann mikið og grætur um leið, en það getur komið fyrir svona tvisvar í viku og þá er hann nánast óhuggandi og ef hann fær brjóst þá ælir hann því bara. Hann ælir mjög mikið og oft langt eftir að hann fékk brjóst og okkur var sagt að það væri eðlilegt. Hann róast oft við að fá brjóst en þegar verst er þá er hann órólegur á brjósti og kvartar á meðan hann er á brjósti og veit ekkert hvað hann vill. Við höfum prófað að gefa honum minifoam dropa sem okkur fannst ekki gera honum neitt gagn. Hann róast oft við að láta ganga með sig um gólf. Hann sefur yfirleitt ekki meira en 3 tíma í einu yfirleitt svona 2-3 og stundum minna. Við höfum heyrt um þessa „ungbarnakveisu“ og lýsingin passar við hann. Annað sem við vorum að spá í er bakflæði þegar þvagið fer til baka. Pabbi hans var með svona og var settur á lyf í ár til að sporna við því en hann var reyndar að verða eins árs gamall á þeim tíma. En s.s á kvöldin er erfiðastur en róast yfirleitt þegar hann er búinn að æla út tvo náttgalla og tvær samfellur og er orðinn búinn á því að rembast og kveljast um oft. Er þetta eitthvað sem við þurfum að láta skoða frekar eða erum við kannski bara að gera of mikið úr þessu og eigumbara að bíða og vona að þetta sé tímabundið ástand sem lýður hjá við þriggja mánaða aldur. Ef þú getur gefið okkur einhver góð ráð þá værum við mjög glöð.

Kveðja, Sara.


Sæl og til hamingju með litla drenginn þinn!

Með lítil börn með svona kvartanir eins og þinn litli drengur er með -finnst mér full ástæða að fara með hann til læknis sem allra fyrst. Það er t.d. barnalæknaþjónusta í Dómus Medica alla daga og um helgar líka. Best er að láta lækni skoða barnið - og hann gefur svo ráð um meðferð fyrir hann.

Gangi þér vel,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. desember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.