Polyester bleiur

21.11.2011

Góðan dag.

Mig langar að fá álit ljósmóður á notkun taubleia sem eru úr polyester.  Get fengið FuzziBunz bleiur á góðu verði. Þær eru úr polyester eins og margar taubleiur á markaðinum í dag. Þær bleiur hafa þann kost að draga í sig vökva og halda frá húð barnsins. Vil vera umhverfisvæn og um leiða spara en hefur notkun polyester taubleia slæm áhrif á börn svo þið vitið um? Myndu ljósmæður frekar mæla með notkun bleia úr náttúrulegum efnum, bómull, hamp?


 
Sæl.

Já við ljósmæður höfum frekar mælt með notkun náttúrulegra efna við húð ungbarna sem er mjög viðkvæm.  Hinar eru þó að verða vinsælar og hafa ákveðna kosti eins og þú minntist á.  Það er ekkert bannað í þessu og um að gera að prófa sig áfram með það hvað hentar hverjum og einum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
21. nóvember 2011.