Spurt og svarað

21. nóvember 2011

Polyester bleiur

Góðan dag.

Mig langar að fá álit ljósmóður á notkun taubleia sem eru úr polyester.  Get fengið FuzziBunz bleiur á góðu verði. Þær eru úr polyester eins og margar taubleiur á markaðinum í dag. Þær bleiur hafa þann kost að draga í sig vökva og halda frá húð barnsins. Vil vera umhverfisvæn og um leiða spara en hefur notkun polyester taubleia slæm áhrif á börn svo þið vitið um? Myndu ljósmæður frekar mæla með notkun bleia úr náttúrulegum efnum, bómull, hamp?


 
Sæl.

Já við ljósmæður höfum frekar mælt með notkun náttúrulegra efna við húð ungbarna sem er mjög viðkvæm.  Hinar eru þó að verða vinsælar og hafa ákveðna kosti eins og þú minntist á.  Það er ekkert bannað í þessu og um að gera að prófa sig áfram með það hvað hentar hverjum og einum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
21. nóvember 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.