Spurt og svarað

10. febrúar 2014

Rafmagns sígrettur og ungabörn

Gódan daginn og kærar þakkir fyrir frábæra sídu sem hefur reynst mér mjög vel!
Nú til dags erum við vel upplýst varðandi skaðleg áhrif frá sígarettum bæði fyrir okkur og aðra í kringum okkur, en ég finn hvergi upplýsingar varðandi rafmagnssígrettur, hvort þær hafi skaðleg áhrif á fólkið sem er innan um gufuna sem kemur frá þeim? Ég er alveg á allra sídustu metrunum á meðgöngunni og á mann sem tók thá ákvörðun um ad færa sig yfir í rafmagnssígarettuna og púar hann hana inni. Mig langar ad vita hvort gufan sem kemur frá rafmagnssígarettunni sé skaðleg, eins hvort líkaminn sé að svitna út þessum skaðlegu efnum eins og gerist thegar madur reykir sígarettur?
Kv Ein áhyggjufull!Sæl vertu og takk fyrir bréfið.
Ég tek undir með þér, það er lítið að finna um bein eða óbein áhrif reyksins eða gufunnar frá rafsígarettum. Það sem ég finn helst er að í rafrettunum er nikótínvökvi sem er hitaður með rafmagni frá rafhlöðu. Í þessum nikótínvökva er að mestu bara nikótín og í gufunni því miklu færri efni, eða aukaefni en í reyk frá tóbaki í sígarrettum. Hér er síða sem fjallar um 10 staðreyndir um raf-rettuna. Að vísu er þar ekkert sérstaklega fjallað um þungun eða áhrif á þungun. Ég fann eina fræðigrein sem kemur svolítið inn á meðgöngu og rafrettur sem þú getur líka kíkt á. Því miður er ekkert bitastætt efni á íslensku um rafrettur sem ég finn nema auglýsingar frá þeim fyrirtækjum sem þær selja, en tæplega hægt að telja þær upplýsingar hlutlausar. Ef til vill væri besta lausnin að senda fyrirspurn til embættis landlæknis og fá álit frá þeim um áhrif gufunnar frá rafrettum á þungun og nýbura og beinar og óbeinar reykingar á rafrettum.
Gangi þér vel á lokaspettinum.Bestu kveðjur,
Björg Sigurðardóttir,
ljósmóðir,
4. febrúar 2014

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.