Rauður blettur á höfði

19.10.2011

Dóttir mín sem er 10 vikna er með rauðan blett á stærð við 10 kr pening aftan á hausnum. Ég tók eftir þessu fljótlega eftir fæðingu og hélt að þetta myndi hverfa af sjálfu sér en svo er ekki ennþá. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?Komdu sæl.

Nei þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu.  Þetta er sennilega það sem er kallað Storkabit eða Englakoss og eru litabreytingar í húðinni.  Oftast hverfur svona á fyrstu tveimur árunum en stundum sér maður fullorðið fólk með svona.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
19. október 2011.