Spurt og svarað

01. ágúst 2012

Ráðstefna erlendis

Hæ, fyrst vill ég þakka fyrir flottan vef.
Hvernig er það með flug erlendis og að fara í mikið margmenni? Staðan er sú að mér langar á ráðstefnu út á Spáni og taka stelpuna með, sem verður orðinn tveggja og hálfs mánaða gömul. Það er um 25 þúsund manns á þessari ráðstefnu frá öllum heimshornum, er mikil hætta á að hún smitast í fluginu eða á ráðstefnunni, og er mælt frá því að vera í svona miklu margmenni með svona ungt barn?
Kv AnítaSæl Aníta!
Að öllu jöfnu er ekki mælt með að fara með nýbura í marmenni fyrr en um 3 mánaða aldur. Á fjölmennum stöðum er mikið af bakteríum sem nýburinn hefur ekki nægar varnir fyrir á þessum aldri og hefur auk þess ekki fengið fyrstu bólusetningu.
Það eru ekki neinar almennar ráðleggingar varðandi hvenær sé óhætt að fara með nýbura í flug.  Um það gildir almenn skynsemi og einnig þarf að huga að þáttum eins og veðri og aðstöðu fyrir barnið.
Gangi þér vel.Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. ágúst 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.