Reifabörn

03.03.2010

Góðan dag og takk fyrir fróðlega síðu!

Ég bjó fyrir nokkrum misserum í Bandaríkjunum og þar var mælt með að vefja ungabörn frekar þétt inn í teppi fyrir svefninn, kallað "swaddle". Börnin geta þá hvorki hreyft hendur né fætur að ráði en þetta á að róa börnin og bæta svefn. Þar sem talað er um "reifabörn" í íslensku geri ég ráð fyrir að þessi aðferð hafi verið notuð hér fyrr á öldum en er þetta eitthvað sem íslenskar ljósmæður mæla með í dag?Komdu sæl.

Já þetta er notað ennþá og getur einmitt reynst vel ef börn eru óvær.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
3. mars 2010.