Spurt og svarað

30. apríl 2012

Reifuð börn

Ég vildi forvitnast um afstöðu ykkar til þess að nota vafningsteppi til að reifa börn, og hvort að þið hafið einhverjar upplýsingar um hvernig best sé að nota slík teppi. Ég er með einn nýfæddan sem fékk svona teppi í sængurgjöf rúmlega viku gamall. Hef ég síðan prófað teppið með mjög góðum árangri, nætursvefninn hjá honum lengdist verulega þegar ég notaði teppið, þ.e. í allt að 5 tíma í lengstu dúrunum. Ég hef verið að nota teppið yfir nóttina, og tekið hann úr því að morgni. Ég velti helst fyrir mér hvort að það séu neikvæðar hliðar á notkun svona teppis, og hvort það sé eitthvað sérstakt sem maður ætti að varast.


Komdu sæl.

Sumir eins og þú hafa góðar sögur að segja, af því að reifa börn en aðrir ekki eins og gengur.  Almennt gerir þetta mest gagn fyrstu 6 vikurnar.  Börn ættu ekki að vera mjög mikið í reifum heldur fá að hreyfa sig óhindrað en þetta er gott þegar þarf að róa þau.  Helst þarf að varast að teppið fari ekki yfir andlit barnsins og að hendur ættu að vera á bringunni (bognar um olnbogann) en ekki beinar niður með hliðum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
30. apríl 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.