Spurt og svarað

25. október 2006

Rembingur hjá nýbura

Þegar að strákurinn minn sefur þá rembist hann all svaðalega. Hann ropar eftir hverja gjöf og hefur eðlilegar hægðir. Hvað getur þetta verið?

Kveðja Gestur.


Komdu sæll, Gestur!

Mín reynsla er sú, að mikill rembingur hjá nýfæddu brjóstabarni tengist oftast lofti í görninni. Það er jákvætt, að hann skuli ropa vel eftir hverja gjöf og mætti jafnvel ropa einu sinni til tvisvar á meðan á gjöf stendur. En á meðan rembingurinn truflar ekki drenginn og hann er ekki óvær með þessu og grætur ekki, heldur drekkur sitt brjóst og sefur þess á milli og þyngist eðlilega, er óhætt að fylgjast bara með þessu. Það mætti líka athuga, hvort hann er ekki örugglega að tæma brjóstið og fá þannig síðustu (feitu), mjólkina úr brjóstinu. Ef þið hafið verulegar áhyggjur af þessu ættuð þið að leita til ungbarnaverndarinnar ykkar í heilsugæslunni.

Gangi ykkur vel,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. október 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.