Spurt og svarað

19. september 2012

Sár í húðfellingum á hálsi

Hæ hæ
Ég á litla 3 mánaða stelpu, hún er pínu bolla Svo það loftar ekki nóg um hálsinn hennar, hún er orðin rauð og komin með pínu litið Sár. Veit ekki hvað ég get gert, notar maður barnapúður eða eitthvað krem? Er í vandræðum og vona að þið getið hjálpaðKomdu sæl.
Þetta er nokkuð algengt að gerist. Oft myndast raki í húðfellingum á hálsi, í handarkrikum og bakvið eyrun. Gott er að reyna að halda þessum svæðum þurrum og lofta reglulega um því annars geta myndast smá sár. Þegar sár er komið er ágætt að strjúka yfir með volgu vatni í mjúkum klút eða grisju og þurrka mjög vel til þess að sárið stækki ekki. Það má nota púður til þess að þurrka sárið eða nota milt bossakrem en það verður að passa upp á að þvo því vel af svæðinu áður en borið er á aftur. Sárið ætti að gróa með þessum aðferðum á nokkrum dögum.

Með bestu kveðju,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
19. september 2012

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.