Skán á tungu.

01.08.2004

Góðan daginn,
Hvernig er það með hvíta skán á tungu á ungabörnum,á að gera eitthvað við
henni eða láta hana bara vera?

Takk fyrir.

                  ..............................................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Hvít skán á tungunni getur bent til sveppasýkingar.  Sveppasýking er ekki hættuleg en hún getur borist yfir á bleiusvæðið líka og jafnvel á geirvörturnar þínar ef þú ert með barnið á brjósti og valdið kláða og óþægindum. Þú ættir að láta kíkja á þetta á heilsugæslustöðinni þinni og þá færðu lyfseðil fyrir sveppalyfi ef þess er þörf.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 01.08.2004.