Spurt og svarað

24. janúar 2011

Smit til nýbura

Ég er gengin tæpar 39 vikur með mitt fyrsta barn og því styttist í að barnið fæðist.  Eins og fylgir þessum tíma ársins erum við foreldranir komnir með kvefpest og hálsbólgu. Mig langar því að forvitnast hvort líkur séu á að ég smiti barnið þegar það fæðist eða hvort mín veikindi hafi engin áhrif á barnið?

Þakka ykkur kærlega fyrir nauðsynlegan og góðan vef
Komdu sæl.

Litlar líkur eru á að þið smitið barnið.  Þú ert þegar farin að mynda mótefni gegn þessari pest sem fer yfir fylgju til barnsins og þú  gefur svo barninu með brjóstamjólkinni.  Vonandi verður líka pestin búin þegar kemur að fæðingu.

Ráðlegt er þó að þvo sér oft og vel um hendur til að forðast smit til barnsins.

Gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. janúar 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.