Spurt og svarað

03. júlí 2007

Snörl í nefi nýbura

Sælar!

Litli strákurinn minn er alltaf eins og hann sé með stíflaðan nebba. Ég keypti sugu og ég næ alltaf einhverju en það snörlar alltaf mikið í honum og svo lekur oft ælan út um nefið líka. Þetta virðist pirra hann. Hann verður alveg eldrauður í framan og lagast ekki fyrr en ég rétti úr honum. Er þetta eðlilegt hjá tveggja vikna? Ég man að hann var líka svona á Hreiðrinu en þeim fannst nú ekki mikið til þessa koma þrátt fyrir að hann væri að anda mjög ört. Ég er mjög stressuð um hann og verð voða ánægð ef hann hnerrar fyrir mig oft.

Með von um svör, Arna.


Sæl!

Það er mjög algengt að það snörli í nefi ungbarna á einhverju tímabili. Það getur verið gott að kaupa saltvatnsnefdropa til að setja í nefið til að þynna slímið sem fyrir er. Best er að halla höfði barnsins örlítið afturábak og setja dropana í nefið. Gott er svo að bíða örlitla stund á meðan droparnir renna aftur í nefkok. Þú getur svo beðið og séð hvort losnar um eða notað nebbasuguna til að hjálpa til.

Vert er að minnast á að vera ekki í tíma og ótíma að beita  nebbasugunni þar sem það getur ert slímhúðina. Ef  þetta dugar ekki til og þér finnst hann mikið stíflaður þá lætur þú lækni kíkja á hann.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. júlí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.