Snuð eða þumall

21.02.2007

Ég er með einn rúmlega 5 vikna snáða sem er á brjósti. Ég er að reyna að spara honum snuðið nema á næturnar þar sem hann er voðalega vær. Ég hef nokkrar spurningar:

  1. Hvort er betra þumall eða snuð?  Góðar og slæmar hliðar. 
  2. Er hætta á að hann taki geirvörtuna rangt út af snuði
  3. Hvernig snuði mæli þið þá með, silicon v.s latex og hvernig lögun þá?

Með fyrirfram þökk, stelpa.


Sælar!

Ég vil benda á svar frá Katrínu ljósmóður um snuð og brjóstagjöf, þar fjallar hún um snuð og brjóstagjöf fyrstu vikurnar. Það er frekar mælt með Silicon snuði fyrir börnin, það er erfitt aðsegja til um lögun - því það er svo misjafnt hvað börnin vilja sjálf.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. febrúar 2007.