Svefn ungbarna

23.02.2009
Ég á einn 2 mánaða sem sefur afar lítið yfir daginn.  Svefninn hjá honum hefur farið minnkandi síðustu vikur og það er ekkert sem ég get tengt 
þetta við.  Hann sofnar um miðnætti og sefur til 9, vaknar 2 til að drekka á þessu tímabili.  En á daginn nær hann kannski tveimur hálftíma lúrum.  Ég verð 
að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu, veit að hann á að sofa mikið meira.  Hann þyngist vel og er ekkert að kvarta.  Hvað get ég gert? Komdu sæl

Það er mjög mismunandi hve mikið börn þurfa að sofa og þar sem hann sefur vel á nóttunni, dafnar vel og er vær þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af svefninum hans. 

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. febrúar 2009.