Svefnvenjur 0-6 mánaða barna

03.10.2009

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Er hægt að nálgast upplýsingar eða fá smá yfirlit hjá ykkur hvað er hægt að búast við í nætur- og dagsvefni af 0-6 mánaða brjóstabörnum? Ég veit auðvitað að engin börn eru eins og þetta er misjafnt en er hægt að gefa eitthvað viðmið, t.d. hvað „ætti“ u.þ.b. að líða langur tími frá nætursvefni að fyrsta lúr eftir aldri o.s.frv.?Hvað má búast við löngum nætursvefni og hvernig skiptist svefninn í lúra hjá 0-6 mánaða börnum?


Sæl og blessuð!

Kíktu á greinina um svefnvenjur barna sem er hér til hliðar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. október 2009.