Spurt og svarað

22. nóvember 2006

Umgangspest á heimili nýbura

Sæl!

Þannig er mál með vexti að maðurinn minn er kominn með umgangspest sem lýsir sér í magaverk, niðurgangi, lystarleysi ofl. Ég hef ekki veikst ennþá. Hvernig eigum við að hegða okkur til að barnið veikist ekki?

p.s. barnið er á brjósti.

 


 

Sæl og blessuð.

Þið umgangist barnið bara eins og þið eruð vön. Umgangspestir eru oft mjög smitandi. Maður ber í sér sýkilinn í einhvern tíma og smitar áður en maður verður veikur svo það er nær vonlaust að koma í veg fyrir smit. Svo er hins vegar móðurmjólkinni fyrir að þakka að brjóstmylkingar veikjast ekki mjög oft og ef þeir veikjast þá veikjast þeir vægt. Svo að þegar allt kemur til alls er best að haga sér nákvæmlega eins og maður er vanur og fylgjast svo bara með barninu. Ef það veikist er trúlegt að það þurfi enn meira á brjóstinu að halda en venjulega á meðan pestin er að ganga yfir. 

Bestu óskir,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. nóvember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.