Spurt og svarað

06. ágúst 2009

Uml og útilegur

Komið þið sælar!

Ég eignaðist dóttur 22. júni sl og er hún mitt fyrsta barn. Hún er algjört yndi! Hún drekkur á c.a. 3 tíma fresti og seftur þess á milli.  En það sem mig langaði að spyrja er að á nóttinni byrjar hun oft að umla mikið, þetta er alls ekki grátur, frekar svona eins og lítil hvolpahljóð. Þetta er svolítið mikið stundum og velti ég því fyrir mér afhverju hún sé að gera þetta, því hún virðist alveg vera sofandi. Ég tek hana þó oftast upp eftir dágóða stund og skipti þá á henni og gef henni að drekka, þetta hættir oftast við það. Er þetta kannski bara hennar leið til þess að láta mig vita að hun sé orðin svöng?

Mig langar líka að spyrja að öðru. Við fjölskyldan erum mikið útivistarfólk og finnst ekkert jafn skemmtilegt og að fara í útlegur.  Eins og veðrið er búið að vera dásamlegt hér á norðaustur andi (við búum þar) hefur okkur hreint út sagt kitlað í fingurnar og komast í útilegu. Hvenær mættum við fara að fara með litluna okkar í útilegu?  Við erum með upphitað fellihýsi og auðvitað færum við ekki nema að veðrið væri gott.

Enn og aftur takk fyrir frábæran vef!

Með sólskinskveðju:)

 


Komdu sæl

Þetta uml er alveg eðlilegt og kemur ekkert frekar þegar hún er svöng.  Þú þarft ekki að gera neitt fyrir hana þótt hún sé að láta í sér heyra.  Börn sofa mjög grunnt og gefa þá gjarnan frá sér hljóð en hætta svo þegar þau fara í djúpa svefninn.  Þessi svefnstig skiptast svo á.

Með útileguna er ekki hægt að gefa neitt eitt ráð, þið verið að meta hvað hentar ykkur í þessu efni.  Mest er um vert að henni verði ekki kalt og við mælum ekki með að vera með börn yngri en 3 mánaða í margmenni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. ágúst 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.