Umskurður

14.05.2009

Góðan dag.

Mig langaði að forvitnast um umskurð á drengjum. Hvernig er það á Íslandi er umskurður framkvæmdur ef foreldrar óska þess og hvert snúa foreldrar sér til þess?  Við eigum von á okka fyrsta barni og viljum fá umskurð ef það er mögulega hægt þar sem fjölskyldusagan er þannig hjá okkur báðum að drengir lenda í vandræðum þegar þeir vaxa með of þrönga forhúð sem þarf að skera af eftir að hafa rifnað oft hjá þeim.  Ég geri mér grein fyrir því að það eru mjög skiptar skoðanir um þetta en ég er bara að afla mér upplýsinga.

Virðingarfyllst Magga


Komdu sæl Magga

Umskurðir eru ekki framkvæmdir oft á Íslandi en þeir sem gætu gert þetta eru barnaskurðlæknar og því ættir þú að setja þig í samband við einn slíkan til að ræða þessi mál.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. maí 2009.