Ungabörn í sturtu

07.05.2009

Hvenær mega nýburar/ungabörn fara í sturtu og er eitthvað sem þarf að hafa í huga ?


 
Það er ekki til nein sérstök tímasetning á því hvenær börn geta farið að fara í sturtu en með mömmu eða pabba geta þau farið mjög ung.  Það sem ætti helst að hafa í huga er að láta ekki mjög kröftuga bunu buna beint á þau og passa að þeim verði ekki kalt.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. maí 2009.