Ungbarnabólur

31.03.2005
3ja vikna strákurinn minn er allur að steypast út í bólum, þær eru á kinnunum, alveg upp á höfuð á augnlokunum og komnar á hálsinn líka núna.  Hef heyrt að þetta séu hormónabólur út af hormónunum í móðurmjólkinni. Er eitthvað hægt að gera við þessu? Fær hann nokkuð ör eftir þessar bólur?
Kveðja
                                  ....................................................................................
 
Komdu sæl og til hamingju með drenginn.
 
Hormónabólur hverfa af sjálfu sér á nokkrum vikum og best er að láta þær alveg í friði.  Þær ná oft hámarki um sex vikna aldur en fara svo að hverfa.  Það myndast ekki ör eftir svona bólur nema foreldrarnir taki sig til og reyni að kreista þær.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
31.03.2005.