Ungbarnahægðir

31.01.2011

Góðan daginn.

Dóttir mín er 7 vikna og hefur verið að skila í bleyjuna 2-3svar sinnum á dag en nú hafa ekki komið neinar hægðir í 4 daga.  Er þetta eðlilegt eða eigum við að láta kíkja á hana? Hún virðist samt ekkert vera að fá í
magann. Kvartar ekki.

Með kveðju,Sigrún


Sæl Sigrún.

Þú gleymir að segja mér hvað hún er að drekka.  

Börn sem eru eingöngu á brjósti kúka jafnvel oft á dag og niður í að hafa hægðir einu sinni í viku (sum jafnvel sjaldnar).  Allt er eðlilegt í því svo lengi sem hún er bara að fá brjóstamjólk og ekkert annað.

Ef hún er hinsvegar að fá þurrmjólk með eða eingöngu ætti hún að skila hægðum annan eða þriðja hvern dag.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31.janúar 2011.