Ungbarnavitjun hjúkrunarfræðings

23.03.2009

Er skylda að fá heimsóknir frá hjúkrunarfræðingi eftir fæðingu?  Ég hef slæma reynslu af ungbarnavitjunum hjúkrunarfræðings í tvígang og sé ekki tilganginn í þessum heimsóknum. 


Komdu sæl.

Nei það er ekki skylda að fá hjúkrunarfræðing heim til sín eftir fæðingu og heldur ekki að koma með barnið á heilsugæslustöð í ungbarnaskoðun.  Það er þó mælt með því að láta fylgjast með vexti og þroska barnsins fyrstu árin. 

Þú hefur hinsvegar rétt á að biðja um annan hjúkrunarfræðing til að fylgjast með barninu ef einhver ein hefur reynst þér illa.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23.mars 2009.