Vagn - Kerra

02.11.2013

Góðan daginn.
Kærar þakkir fyrir frábæran vef. Hann hjálpað mér mikið bæði í gegnum meðgönguna og nú við umönnun drengsins míns. Ég hef verið að leita að áræðanlegum upplýsingum um hvenær ungbörn eiga að nota vagn og kerru, en hef ekki fundið. Ég var því að vona að þið gætuð aðstoðað mig með þessa fyrirspurn. Hvenær geta börn hætt að nota vagna/burðarrúm þar sem þau liggja alveg flöt og farið að nota kerrur sem bjóða ekki upp á þann kost að þau liggi alveg flöt, en sem er hægt að halla aftur? Ég er að nota vagn/burðarrúm núna fyrir drenginn minn en hann er að verða of stór fyrir það. Við eigum einnig kerrustykki á grindina sem leiðbeiningar ráðleggja að nota ekki fyrr en hann er orðin 6 mánaða. Það er hægt að leggja það niður en hann væri engur að síður alltaf í setstellingu .
Með fyrirfram þökkum og bestu kveðjum, Ein í vandræðum.
Komdu sæl.
Gott er að heyra að vefurinn hafi hjálpað þér.
Ég finn engar upplýsingar um hvenær börn geta hætt að nota burðarrúmið og farið yfir í kerrustykkið. Samkvæmt bæklingnum "Veldu öruggan búnað fyrir barnið" á heimasíðu heilsugæslunnar kemur fram að fylgja eigi nákvæmlega leiðbeiningum framleiðanda um samsetningu, notkun og viðhald samsetts vagns. Þú talar um að leiðbeiningarnar ráðleggja að nota ekki kerrustykkið fyrr en barnið er orðið 6 mánaða og því myndi ég fylgja því. Ef það er burðarúm í vagnstykkinu máttu alveg sleppa því.
http://www.heilsugaeslan.is/fraedsla/heilsuvernd-og-forvarnir/ Hér er linkur á síðuna þar sem þú getur skoðað þennan bækling.
Ef drengurinn þinn er að verða of langur fyrir vagnstykkið er alveg í lagi að leyfa honum að sofa aðeins lengur í því þó að fætur beygist aðeins ef honum líður ekki illa þannig.
Ég vona að þessar upplýsingar hjálpi eitthvað.

Kær kveðja,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. nóvember 2013.