Valbrá

25.08.2006

Mig langar til að vita að hverju Valbrá stafar og hvers vegna hún kemur?


Hæ, hæ og takk fyrir að leita til okkar!

Valbrá [port-wine nevus, nevus flammeus] er ein tegund fæðingarbletta og er til komin vegna þess að útvíkkun æða í húðinni gefa henni rauðan lit sem minnir á púrtvín. Það er talið að 3 af hverjum 1000 fæðist með Valbrá. Valbrá er algengust í andliti en getur komið hvar sem er á líkamann. Það er ekki vitað hvers vegna þetta gerist.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. ágúst 2006.

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/Nevus_flammeus