Spurt og svarað

14. september 2012

Vill alls ekki sofa á bakinu

Langar að ath varðandi barnið mitt sem er 2 1/2 mánaða. Frá fæðingu hefur hún ekki getað sofið á bakinu. Hún fær mikinn hiksta og rosalega mikið Moro viðbragð þar sem hún verður gjörsamlega óhugnalega hrædd og rígheldur sig í það sem hún nær að grípa í. En svo þegar ég legg hana yfir á magann þá steinsofnar hún og sefur eins og steinn allar nætur. Hún verður sem sagt mjög óróleg alltaf þegar ég reyni að láta hana sofna á bakinu og nær ekki að festa svefn nema hún sé lögð á magann. En samkvæmt læknisráði nú til dags eiga börn að sofa á bakinu. Hvernig fæ ég hana þá til þess?Sæl
Það getur verið gott að hækka undir höfðalaginu, setja eitthvað undir dýnuna sem hækkar til að losna við hikstann. Hiksti er mjög algengur hjá börnum fyrstu mánuðina og hann angrar börn yfirleitt ekki. Hann getur komið fljótt eftir brjósta- eða mjólkurgjöf og ef þau eru mjög æst.
Gott getur verið að vefja barnið inn í sæng eða teppi þegar það liggur á bakinu. Sum börn finna fyrir öryggisleysi þegar þau liggja á bakinu og baða út öngum því gæti einnig verið gott að halda handleggjunum þétt að barninu meðan það er að róast. Rannsóknir sýna að börn eiga frekar að sofa á bakinu og er það vegna þess að rannsóknir sýna að það minnki líkur á ungbarnadauða. Einnig er í lagi að láta þau sofa á hliðinni.
Vona að þetta hjálpi


Með bestu kveðju
Jóna Björk Indriðadóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
14. september 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.