Spurt og svarað

20. apríl 2006

Vill alltaf sofa upp í á kvöldin...

Ég er með einn 4 daga gamlan strák (mitt fyrsta barn:)) og ég er svolítið órögg með þetta allt saman. Þannig er að á daginn þá er hann mjög vær og sefur alltaf í vagninum inni (hann sefur af einhverjum ástæðum betur í honum heldur en í rúminu sínu). En svo á nóttinni þá virðist hann bara sofna ef hann fær að sofa upp í hjá okkur. Er einhver leið til að fá hann til að sofa í vagninum sínum yfir nóttina? Er nokkuð gott að börn venjist því að fá alltaf að sofa upp í? Ætti ég að vera meira með hann á kvöldin, halda á honum og knúsa hann svo hann sofi í vagninum sínum eða rúminu á nóttunni? Hann sefur alltaf 2-3 tíma í senn á nóttunni. Þó hann hafi verið upp í alla nóttina þá virðist hann ekki vilja sofa í vagninum þegar við erum í rúminu.


Sæl og blessuð!

Það er fullkomlega eðlilegt fyrir nýfætt barn að vilja vera í nálægð við foreldra sína. Þau þarfnast þess að finna fyrir öryggi og hlýju.  Það er enginn hætta á því að þú venjir hann á slæma siði á fyrstu viku lífs síns. Flest nýfædd börn sofa betur í nálægð við móður sína en ein í vöggu eða rúmi þessa fyrstu daga. Á þessum fyrstu vikum eru fæðugjafir að komast í jafnvægi og þú/þið að læra inn á hegðun þessa nýja einstaklings, ekki er hægt að ætlast til þess að svefn og fæðugjafir séu í rútinu til að byrja með, það kemur í ljós með tímanum, svo að þolinmæðin er besta ráðið hér.

Með von um gagn og gaman,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. apríl 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.