Spurt og svarað

16. apríl 2007

Einkenni þungunar

Takk fyrir góðan vef :)

Mig langar ad spyrja ykkur að einu.  Ég og maðurinn minn erum að reyna að eignast okkar annað barn, eigum eina 6 ára.  Ég missti fóstur í byrjun mars komin ca.6-7 vikur og er ekki byrjuð á túr eftir fósturmissinn.  Málid er að nú er ég aftur komin með óléttueinkenni, það er mér er flökurt, finn Þrýsting í brjóstum og hvítt í geirvörtum og er mjög þreytt.  Ég hafdi öll þessi einkenni þegar ég var ólétt en einkennin
hurfu svo strax við fósturlátið, en nú eru öll einkennin komin aftur.  Ég tók þungunarpróf sem var neikvætt.

Nú vil ég spyrja, getur verið að ég sé ófrísk aftur eða get ég framkallað sjálf þessi einkenni med löngun minni að verða ófrísk?
Er ég eitthvað biluð?
kveðja Ida


Komdu sæl Ida.

Það eru miklu meiri líkur á að þú sért ólétt heldur en að þú finnir þessi einkenni af óskhyggju einni saman.  Egglos kemur á undan blæðingum þannig að þú getur vel verið ólétt þó þú hafir ekki haft blæðingar eftir fósturlátið.  Þungunarprófin mæla ákveðið hormón í blóðinu (HCG) og sennilega hefur styrkur þess ekki verið orðinn nægilega mikill til að mælast á þungunarprófi eða þú hefur ekki framkvæmt það alveg rétt. Taktu annað þungunarpróf og vittu hvað það segir.  Ef þú ert með öll einkenni þungunar þá er líklegast að þú sért þunguð. 

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.