Vond lykt af þvagi

24.01.2013
Góðan daginn
Ég á einn 10 vikna strák sem er bara á brjóstamjólk. Núna nýverið hef ég farið að taka eftir því að það kemur rosalega sterk lykt af þvaginu hans, þó að ég sé nýbúin að skipta á honum. ég hef notað sömu Libero bleyjurnar frá því að hann fæddist. Hann fékk skírnis dropana reglulega en ég hef verið að minnka það mikið svo að hann verði ekki háður þeim. Ég setti hann á skírnis dropana vegna þess að d-vítamín droparnir fóru svo rosalega illa í hann. En er þessi lykt eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?
Sæl og takk fyrir að hafa samband við okkur
Sterk lykt af þvagi getur verið vegna þvagfærasýkingar og þyrfti að útiloka það með því að hafa samband við ungbarnavernd og fá beiðni til þess að skila þvagprufu.
Hins vegar geta vítamín bæði gert þvag dekkra og sterkari lykt getur verið af þvagi svo ekki er útilokað fyrir að sterk lykt gæti verið af Skírnisdropunum. Þú gætir einnig spurt grasalækninn þar sem þú fékkst Skírnisdropana með innihaldið í þeim.
Vonandi svarar þetta spurningunni þinni og gangi þér vel.


Steina Þórey Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
24. janúar 2013