Spurt og svarað

02. janúar 2006

Vond lykt frá naflastúf

Komið sælar og takk kærlega fyrir góðan vef!

Ég er með einn viku gamlan dreng og naflastúfurinn er ekki enn dottinn af sem er ekkert óeðlilegt.  Það sem ég er aftur á móti að velta fyrir mér er að mér hefur fundist vera svo vond lykt af naflastúfnum hans undanfarið. Það vellur ekki neinn vökvi úr honum og hann er ekki rauður en það er mjög vond lykt af honum. Þegar ég þríf hann með eyrnapinna þá kemur svona smá grænt í eyrnapinnann.  Er þetta eðlilegt eða ætti ég að láta líta á þetta hjá honum ?

Kær kveðja, Berglind.
 
.................................................. 
 
Við eignuðumst okkar þriðja barn þann 27. des. Naflastrengurinn er að byrja að falla af, en því fylgir vond lykt, hálfgerð ýldu eða rotnunarlykt. Ég minnist þess ekki að þetta hafi verið svona með hin tvö börnin. Er þetta eðlileg lykt?


.................................................
 
Komið þið sælar og til hamingju með börnin.
 
Ég vona að það sé í lagi að svara ykkur saman.
 
Já þetta er allt saman eðlilegt.  Lyktin og liturinn benda til að hann sé að fara að losna af.  Hann getur lafið lengi á einum þræði og það er ráð að snúa upp á hann einn og einn hring til að fá hann til að losna fyrr frá.
 
Gangi ykkur vel,
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
02.01.2006.




Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.